Gagnatengingar og
aðgangsstaðir
Tækið styður pakkagagnatengingar (sérþjónusta), líkt og
GPRS í GSM-símkerfi. Þegar tækið er notað í GSM- og UMTS-
símkerfum er hægt að hafa margar gagnatengingar í
gangi samtímis og aðgangsstaðir geta deilt
gagnatengingu. Í UMTS-símkerfinu er ekki slökkt á
gagnatengingu þegar símtal er í gangi.
Einnig er hægt að koma á gagnatengingu við þráðlaus
staðarnet. Aðeins er hægt að tengjast við einn
aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í einu, en nokkur
forrit geta hins vegar notað sama aðgangsstaðinn.
Til að koma á gagnatengingu verður aðgangsstaður að
hafa verið valinn. Hægt er að tilgreina mismunandi gerðir
aðgangsstaða, líkt og:
• MMS-aðgangsstað til að senda og taka við
margmiðlunarskilaboðum,
• Internetaðgangsstað (IAP) til að senda og taka við
tölvupósti og tengjast við internetið
Upplýsingar um hvaða gerð aðgangsstaðar þarf að nota
fyrir tiltekna þjónustu fást hjá þjónustuveitu.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um
pakkagagnaþjónustu og áskrift að henni.