Nokia E72 - Skrifa texta með lyklaborðinu

background image

Skrifa texta með lyklaborðinu

Tækið þitt er með lyklaborð.
Skipt milli há- og lágstafa — Til að skipta á milli há- og

lágstafa ýtirðu tvisvar á skiptitakkann. Til að slá inn einn

hástaf í lágstafastillingu, eða öfugt, ýtirðu einu sinni á

skiptitakkann og svo á viðeigandi stafatakka.
Tala eða sérstafur efst á takka sett inn — Ýttu á

virknitakkann og ýttu svo á viðeigandi stafatakka eða

haltu niðri stafatakkanum. Til að slá inn nokkra sérstafi í

röð ýtirðu tvisvar á virknitakkann og ýtir svo á viðeigandi

18

Tækið te

kið í no

tku

n

background image

stafatakka. Til að skipta aftur yfir í venjulega stillingu

ýtirðu á virknitakkann.
Sérstafur sem er ekki á lyklaborðinu settur inn — Ýttu

á sym-takkann og veldu og svo staf.
Stafur sem er ekki á lyklaborðinu settur inn — Hægt

er að setja inn mismunandi útfærslur stafa, til dæmis stafi

með kommum. Til að slá t.d. inn „á“ heldurðu sym-

takkanum inni og ýtir um leið endurtekið á A þar til rétti

stafurinn birtist. Það fer eftir því hvaða tungumál er valið

hvaða bókstafir birtast og í hvaða röð.
Broskarli bætt við — Ýttu á sym-takkann og veldu

broskarl. Broskarlar eru aðeins í boði fyrir texta- og

margmiðlunarskilaboð.

Ábending: Til að bæta við sérstaf sem var notaður

nýlega heldurðu ctrl-takkanum inni, ýtir á sym-

takkann og velur stafinn á sprettivalmyndinni.

Texti afritaður og límdur

1. Haltu skiptitakkanum inni og flettu til að auðkenna

textann sem þú vilt afrita.

2. Ýttu á ctrl + C.
3. Opnaðu staðinn sem þú vilt líma textann á og ýttu á

ctrl + V.

Skipt um tungumál texta eða flýtiritun virkjuð

Veldu

Valkostir

>

Valkostir innsláttar

.