Nokia E72 - SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

background image

SIM-korti og rafhlöðu

komið fyrir

Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig

þekkt sem micro-SIM-kort, micro-SIM-kort með millistykki

eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í þessu

tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta

tæki styður ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf

SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á

minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru

á kortinu geta skemmst.

Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja

hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.

1. Fjarlægðu bakhliðina.

2. Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.

14

Tækið te

kið í no

tku

n

background image

3. Dragðu festingu SIM-kortsins út og settu SIM-kortið í.

Gættu þess að snertiflöturinn á kortinu vísi niður og að

skáhorn kortsins snúi að skáhorni festingarinnar. Ýttu

festingu SIM-kortsins aftur inn.

4. Gættu þess að rafskaut rafhlöðunnar nemi við tengi

rafhlöðuhólfsins og settu rafhlöðuna á sinn stað.

5. Settu bakhlið tækisins aftur á sinn stað.