Nokia Ovi Suite
Nokia Ovi Suite inniheldur ýmis forrit sem hægt er að setja
upp á samhæfri tölvu. Ovi Suite setur öll tiltæk forrit í
sérstakan glugga þar sem hægt er að opna þau. Ovi Suite
fylgir hugsanlega með minniskortinu ef það fylgir með
tækinu.
Hægt er að nota Ovi Suite til að samstilla tengiliði, dagbók,
verkefni og önnur minnisatriði milli tækisins og samhæfs
forrits í tölvu. Einnig er hægt að nota Ovi Suite til að flytja
bókamerki milli tækisins og samhæfra vafra og flytja
myndir og myndskeið milli tækisins og samhæfrar tölvu.
20
Tækið te
kið í no
tku
n
Skoðaðu stillingar samstillingar. Þær stillingar sem eru
valdar stjórna því hvort gagnaeyðing er hluti af
hefðbundinni samstillingu.
Til að nota Ovi Suite þarf tölvu sem keyrir á Microsoft
Windows XP (SP2 eða nýrri) eða Windows Vista (SP1 eða
nýrri) og er með USB-tengi eða Bluetooth-tengingu.
Það er ekki hægt að nota Ovi Suite á Apple Macintosh
tölvum.
Nánari upplýsingar um Ovi Suite er að finna í hjálparforriti
símans eða á www.nokia.com/support.
Uppsetning Nokia Ovi Suite
1. Gakktu úr skugga um að minniskortið sé í Nokia E72.
2. Tengdu USB-snúruna. Tölvan finnur nýja tækið og setur
upp nauðsynlega rekla. Þetta getur tekið nokkrar
mínútur.
3. Veldu
Gagnaflutningur
sem USB-tengiaðferð í
tækinu. Tækið er merkt sem Removable Disk (laus
diskur) í möppuglugga Windows.
4. Opnaðu rót minniskortsins í möppuglugga Windows
og veldu uppsetninguna á Ovi Suite.
5. Þá hefst uppsetningin. Farðu eftir leiðbeiningunum.
Ábending: Ef þú vilt uppfæra Ovi Suite eða ef
vandræði eru í uppsetningu á Ovi Suite af
minniskortinu skaltu afrita uppsetningarskrána yfir
á tölvuna og ræsa hana þaðan.