Öryggi tækis og SIM-korts
Til að breyta PIN-númerinu velurðu
Sími og SIM-kort
>
PIN-númer
. Nýja númerið verður að vera 4 til 8 tölustafir.
PIN-númerið fylgir SIM-kortinu og tryggir að óviðkomandi
geti ekki notað það. Ef rangt PIN-númer er slegið inn
þrisvar sinnum í röð lokast númerið og opna verður það
með PUK-númeri áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
Til að læsa takkaborðinu sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma
velurðu
Sími og SIM-kort
>
Sjálfvirk læsing takka
.
Til að stilla eftir hversu langan tíma tækið læsist sjálfkrafa,
þannig að aðeins er hægt að nota það ef réttur
læsingarkóði er sleginn inn, velurðu
Sími og SIM-kort
>
Sjálfv. læsingartími síma
. Sláðu inn tímann í mínútum
eða veldu
Enginn
til að gera valkostinn óvirkan. Þegar
tækið er læst er áfram hægt að svara innhringingum og
hugsanlega er áfram hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í það.
Til að velja nýjan læsingarkóða velurðu
Sími og SIM-
kort
>
Læsingarkóði
. Forstillta númerið er 12345. Sláðu
inn fyrra númerið og svo það nýja tvisvar. Nýi kóðinn má
vera 4-255 stafa langt. Hægt er að nota bæði tölu- og
bókstafi og há- og lágstafi. Tækið lætur þig vita ef eitthvað
er rangt við númerið.
114
Stillinga
r