Staðsetningarbeiðnir
Þjónustuveita kann að biðja þig um upplýsingar um
staðsetningu þína. Þú gætir fengið sendar upplýsingar um
staðbundið efni, svo sem fréttir af veðri eða umferð, eftir
því hvar tækið er staðsett.
Þegar fyrirspurn um staðsetningu berst birtast skilaboð
sem sýna hvaða þjónustuveita sendir hana út. Veldu
Samþykkja
til að leyfa að upplýsingar um staðsetningu
séu sendar eða
Hafna
til að hafna beiðninni.
Leiðarmerki
Með Leiðarmerkjum er hægt að vista í tækinu upplýsingar
um staðsetningu tiltekinna staða. Hægt er að flokka
vistaðar staðsetningar í nokkra flokka, svo sem viðskipti,
og bæta þar við öðrum upplýsingum, t.d. heimilisföngum.
Hægt er að nota vistuð leiðarmerki í samhæfum forritum,
svo sem GPS-gögnum.
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>