Skilaboð
Veldu
Valmynd
>
Skilaboð
.
Í Skilaboðum (sérþjónusta), geturðu sent og tekið við
textaskilaboðum, margmiðlunarskilaboðum,
hljóðskilaboðum og tölvupóstskeytum. Einnig er hægt að
taka við vefþjónustuboðum, skilaboðum frá endurvarpa,
sérstökum skilaboðum sem innihalda gögn, og senda
þjónustuskipanir.
Áður en þú getur sent eða tekið á móti skilaboðum gætir
þú þurft að gera eftirfarandi:
• Settu gilt SIM-kort í tækið og vertu innan
þjónustusvæðis.
• Gakktu úr skugga um að símkerfið styðji þá gerð
skilaboða sem á að senda og að opnað hafi verið fyrir
þau á SIM-kortinu.
• Færðu inn stillingar fyrir internetaðgangsstað í tækinu.
• Færðu inn stillingar fyrir tölvupóst í tækinu.
• Tilgreindu stillingar textaskilaboða á tækinu.
• Tilgreindu stillingar textaskilaboða á tækinu.
Verið getur að tækið beri kennsl á söluaðila SIM-kortsins
og færi sjálfkrafa inn ákveðnar stillingar fyrir skilaboð. Ef
ekki þarftu hugsanlega að færa stillingarnar inn handvirkt,
eða hafa samband við þjónustuveituna til að fá
stillingarnar.