Flýtileiðir korts
Almennar flýtileiðir
Aðdráttur að korti er aukinn eða minnkaður með því að
ýta á * eða #.
Til að fara til baka á núverandi stað ýtirðu á 0.
79
Kort
Til að breyta gerð kortsins ýtirðu á 1 .
Til að halla kortinu ýtirðu á 2 og 8.
Til að snúa kortinu ýtirðu á 4 og 6. Ýttu á 5 til að færa kortið
aftur þannig að norður snúi upp.
Flýtivísar í leiðsögn fyrir gangandi vegfarendur
Til að vista staðsetningu ýtirðu á 2.
Til að leita að staðsetningum eftir flokkum ýtirðu á 3.
Til að stilla hljóðstyrk leiðsagnar fyrir gangandi
vegfarendur ýtirðu á 6.
Til að skoða lista yfir leiðarpunkta ýtirðu á 7.
Til að stilla kortið fyrir notkun að nóttu ýtirðu á 8.
Til að skoða mælaborðið ýtirðu á 9.
Flýtivísar í leiðsögn fyrir akandi vegfarendur
Til að stilla kortið fyrir notkun að degi eða nóttu ýtirðu á
1.
Til að vista núverandi stað ýtirðu á 2.
Til að leita að staðsetningum eftir flokkum ýtirðu á 3.
Til að endurtaka raddleiðsögnina ýtirðu á 4.
Til að finna aðra leið ýtirðu á 5.
Til að stilla hljóðstyrk raddleiðsagnar ýtirðu á 6.
Til að setja inn áningarstað á leiðina ýtirðu á 7.
Til að skoða umferðarupplýsingar ýtirðu á 8.
Til að skoða mælaborðið ýtirðu á 9.