Lengri líftími rafhlöðu
Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga
úr endingu hennar. Til að spara rafhlöðuna skaltu hafa
eftirfarandi í huga:
• Eiginleikar sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum
eiginleikum að keyra í bakgrunni, meðan aðrir
eiginleikar eru notaðir, krefjast aukinnar rafhlöðuorku.
Slökktu á Bluetooth-tækninni þegar ekki er þörf fyrir
hana.
• Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet eða leyfa slíkum
aðgerðum að keyra í bakgrunni, meðan aðrar aðgerðir
eru notaðar, krefjast aukinnar rafhlöðuorku. Slökkt er
á þráðlausum staðarnetum í Nokia tækinu þegar þú ert
ekki að reyna að tengjast eða ert ekki með tengingu við
aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til að
spara rafhlöðuna enn frekar er hægt að stilla tækið
þannig að það leiti ekki eða leiti sjaldnar að tiltækum
netkerfum í bakgrunninum.
• Ef þú hefur stillt
Pakkagagnatenging
á
Ef samband
næst
í tengistillingum og ekkert pakkagagnasamband
(GPRS) er til staðar reynir tækið reglulega að koma á
pakkagagnatengingu. Til að lengja starfhæfan tíma
tækisins velurðu
Valmynd
>
Stjórnborð
>
Stillingar
og
Tenging
>
Pakkagögn
>
Pakkagagnatenging
>
Ef með þarf
.
• Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum
þegar þú flettir á ný svæði á kortinu en það eykur á
orkuþörfina. Hægt er að koma í veg í fyrir sjálfvirkt
niðurhal á nýjum kortum.
• Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur a þínu
svæði verður tækið reglulega að skanna tiltæk símkerfi.
Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í
símkerfisstillingunum leitar tækið að 3G-símkerfinu.
Hægt er að stilla tækið til að nota eingöngu GSM-
símkerfið. Til að nota aðeins GSM-símkerfið velurðu
Valmynd
>
Stjórnborð
>
Stillingar
og
Sími
>
Símkerfi
>
Símkerfi
>
GSM
.
• Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í
skjástillingunum getur þú breytt tímanum sem þú vilt
að líði þar til slökkt er á baklýsingunni. Veldu
Valmynd
>
Stjórnborð
>
Stillingar
og
Almennar
>
Sérstillingar
>
Skjár
>
Tímamörk ljósa
. Til að stilla
ljósnemann sem fylgist með birtuskilyrðum og stillir
birtustig skjásins ferðu í skjástillingarnar og velur
Ljósnemi
.
• Til að spara orku gerirðu orkusparnaðarstillinguna
virka. Ýttu á rofann og veldu
Virkja orkusparnað
. Til
að gera hana óvirka ýtirðu á rofann og velur
Óvirkja
orkusparnað
. Ekki er víst að hægt sé að breyta
stillingum í tilteknum forritum þegar
orkusparnaðarstillingin er virk.