
Hjálpartexti tækisins
Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin
sem fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu
Valmynd
>
Forrit
>
Hjálp
>
Hjálp
og forritið sem þú
vilt fá leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja
Valkostir
>
Hjálp
til að
skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að lesa
leiðbeiningarnar velurðu
Valkostir
>
Minnka
leturstærð
eða
Auka leturstærð
.
Í lok hvers hjálpartexta eru tenglar að svipuðu efni. Ef þú
velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring. Hjálpartextar
nota eftirfarandi vísa: Tengill að tengdu efni. Tengill
að forritinu sem fjallað er um.
Þegar þú lest fyrirmælin geturðu skipt á milli hjálpartexta
og forrits sem er opið í bakgrunni með því að velja
Valkostir
>
Sýna opin forrit
og viðeigandi forrit.
11
Hjálp